Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 08. febrúar 2000, kl. 14:50:15 (4102)

2000-02-08 14:50:15# 125. lþ. 58.8 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 125. lþ.

[14:50]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka tilmæli mín til hv. þm. um að hann líti á það sem stendur á bls. 43 í þessu frv. þar sem segir í grg., með leyfi virðulegs forseta:

,,Af þessu leiðir að ákvæði frumvarps þessa breyta ekki þeirri niðurstöðu að upplýsingar sem verður að finna í gagnagrunni á heilbrigðissviði teljast ekki persónuupplýsingar, enda verði gætt allra þeirra öryggisráðstafana til verndar upplýsingunum sem lögin mæla fyrir um. Fullt samræmi er milli þeirrar skilgreiningar sem byggt er á í þessu frumvarpi annars vegar og þeirrar sem byggt er á í lögum nr. 139/1998 hins vegar.``