Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 08. febrúar 2000, kl. 15:14:25 (4108)

2000-02-08 15:14:25# 125. lþ. 58.8 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 125. lþ.

[15:14]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel að hv. þm. hafi komið fram með gagnlegar upplýsingar. Til dæmis benti hann á það að hætta væri á ákveðnum misskilningi við nokkrar gr. frv., m.a. 7., 8. og 9. gr. þar sem margir liðir eru taldir upp. Til þess að fyrirbyggja hættu á slíkum misskilningi tek ég undir með hv. þm. og vísa því til hv. allshn. að athuga hvort ekki er hægt að bæta þar úr. Það er líka rétt hjá hv. þm. að vekja athygli á því að afskaplega mikið er um það að upplýsingar eru skráðar um fólk í þjóðfélaginu en þessu frv. er einmitt ætlað að tryggja enn betur öryggi og réttarvernd í því sambandi.