Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 08. febrúar 2000, kl. 15:16:37 (4110)

2000-02-08 15:16:37# 125. lþ. 58.8 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 125. lþ.

[15:16]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það frv. sem við ræðum setur höft á það sem hefur verið óheft hingað til. Ég tel því að það sé mjög mikilvægt skref í þá átt. Hins vegar þarf að gæta þess vel að hefta ekki of mikið vegna þess að allir þessir gagnagrunnar eru settir á í nafni hagræðingar og sparnaðar þannig að menn þurfa dálítið að gæta sín að vera ekki of harðir í höftunum til að byrja með. Eins og ég gat um þá munu margir grunnar lokast við samþykkt þessa frv. Ég nefni fóstureyðingarskrána sem dæmi og margar læknaskýrslur líka því að oft og tíðum eru óþarfa upplýsingar geymdar þar. Við þurfum dálítið að passa okkur á því að vera ekki með of mikil höft strax í byrjun þannig að við lokum einhverju sem ekki verður svo tekið upp aftur. Hins vegar held ég að umræðunni eigi ekkert að ljúka með samþykkt þessa frv. ef það verður samþykkt, heldur eigi hún að halda áfram því að þróunin er mjög ör og við stöndum sífellt í baráttu fyrir réttindum einstaklingsins gagnvart þessu mikla gagnasafni.