Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 08. febrúar 2000, kl. 15:59:38 (4117)

2000-02-08 15:59:38# 125. lþ. 58.8 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 125. lþ.

[15:59]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að það er mjög aðgengilegt fyrir hv. þm. að kynna sér efni frv. og efni tilskipunarinnar með því að fara yfir frv. sem hér er til umræðu. Þar koma fram mjög ítarlegar upplýsingar og einnig í grg.

[16:00]

Virðulegi forseti. Ég fagna lokaorðum hv. þm. vegna þess að sú gagnrýni undraði mig nokkuð sem hann lét koma hér fram um meðferð málsins og skilaboð mín til allshn. Hingað til hefur það verið talin sjálfsögð kurteisi að ráðherra vísi því til hv. þingnefnda sem fjalla um mál að þær taki til sérstakrar skoðunar ýmsar ábendingar sem hv. þingmenn hafa komið fram með í umræðu um málin. Því er alveg óþarfi hjá hv. þm. að tortryggja málið eða meðferð þess. Ég var sjálf formaður allshn. í átta ár og ekki teldi ég það heppilegt gagnvart þrískiptingu ríkisvaldsins að hendur mínar hefðu verið bundnar á þennan hátt gagnvart stjórnarfrumvörpum.