Mat á umhverfisáhrifum

Mánudaginn 14. febrúar 2000, kl. 18:30:21 (4309)

2000-02-14 18:30:21# 125. lþ. 62.14 fundur 197. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (undanþáguákvæði) frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 125. lþ.

[18:30]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ef málið er með þeim hætti sem hér var reifað af fyrra ræðumanni, þá get ég ekki skilið það öðruvísi en það sé frjálst val Landsvirkjunar hvort þeir vilji fara í þessa þriggja metra hækkun á stíflunni og að þeim forsendum gefnum, eins og það var lagt upp í máli hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur, þá þyrfti að fara með alla framkvæmdina í umhverfismat. Það yrði því val Landsvirkjunar að setja það í umhverfismat sem þá fylgdi í kjölfarið, ef hún kemst að þeirri niðurstöðu. En mér er ekki kunnugt um að búið sé að taka neina ákvörðun um þetta. En ef málið er svona vaxið þá sé ég ekki annað en það sé bara hreinlega val Landsvirkjunar hvað hún telur eðlilegast að gera í málinu, það lendi þá í lögunum um umhverfismat ef þeir hjá Landsvirkjun hækka stífluna um þrjá metra eins og ég skildi málflutninginn áðan eða þeir kjósa að gera það ekki.