Sjónvarpssendingar á öll heimili á Íslandi

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 19:02:12 (4568)

2000-02-17 19:02:12# 125. lþ. 66.9 fundur 242. mál: #A sjónvarpssendingar á öll heimili á Íslandi# þál., Flm. HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[19:02]

Flm. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Hallvarðssyni fyrir innlegg í málið. Það er svo eins og ég gat reyndar um áðan að ný tækni gerir allt þetta mögulegt og jafnvel miklu ódýrar en Ríkisútvarpið sjálft gerði ráð fyrir í áætlunum sínum. Gervihnattasamband --- jafnvel að koma sjónvarpsmerkinu í gegnum rafmagnslínurnar er annar kostur og síðan auðvitað ljósleiðari og mætti margt fleira til telja, t.d. það sem er á vegum hæstv. samgrh. og samgrn. að leggja tölvulínur, þ.e. línur fyrir gagnaflutning sem gætu einnig nýst landsmönnum í þessu sambandi. Ég hafði aðallega í huga fasta búsetu fólks í landinu en að sjálfsögðu með gervihnattasambandi og útsendingum gegnum gervihnött. Verði það mögulegt fljótlega er að sjálfsögðu búið að leysa þetta, bæði fyrir sjó og land og fólk sem er atvinnu vegna utan landsins úti á fiskimiðum.