Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 11:57:41 (4811)

2000-02-24 11:57:41# 125. lþ. 71.5 fundur 260. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða# (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða) frv. 56/2000, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[11:57]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Mér er satt að segja hálfilla við að ræða þann möguleika að lífeyrissjóðir hérlendis verði gjaldþrota, ég tel að það sé afskaplega ólíklegt og nánast óhugsandi. En hins vegar er það nú þannig að það eru lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna sem njóta bakábyrgðar hins opinbera, en það sama á ekki við um aðra sjóði. Þar eru menn starfandi upp á eigin ábyrgð eins og kunnugt er.