Mat á umhverfisáhrifum

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 14:35:16 (4849)

2000-02-24 14:35:16# 125. lþ. 71.7 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[14:35]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í þessu ákvæði erum við að setja þá kröfu að allar framkvæmdir fari í mat á umhverfishrifum, þ.e. að þær framkvæmdir sem hafa núna leyfi til þess að fara í gang á grundvelli bráðabirgðaákvæðis sem er í núgildandi lögum, og hafi framkvæmdir ekki hafist fyrir árslok 2002 falla þær undir lögin um mat á umhverfisáhrifum og fara í umhverfismat. Hér er því verið að stuðla að því að framkvæmdir sem hafa gömul leyfi sem hafa verið umdeild um skeið í samfélaginu fari eftir ákveðinn tíma í umhverfismat hafi framkvæmdir ekki hafist.

En hafi þingmenn aðra skoðun á þessu þá beita þeir sér að sjálfsögðu fyrir því í þingnefndinni. Það sem er kannski álitaatriði hér er tímafresturinn, hve langur hann á vera. En það er niðurstaða okkar að hafa hann til ársloka 2002. Hafi framkvæmdir ekki farið af stað, þá fara slíkar framkvæmdir eða virkjanir, eins og hér er tekið dæmi um af hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur, í mat á umhverfisáhrifum.