Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 15:05:50 (4890)

2000-03-06 15:05:50# 125. lþ. 72.2 fundur 351#B ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[15:05]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég spyr hæstv. forsrh. hvaða áform séu uppi af hálfu hæstv. ríkisstjórnar og hvers þingið megi vænta að fá til umfjöllunar í tengslum við kjarasamninga sem standa fyrir dyrum, bæði núna þessar vikurnar og einnig síðar á árinu.

Eru áform um að hækka skattleysismörk og að sjá til þess að þau fylgi lágmarks umsaminni launaþróun?

Verður stuðningur við barnafólk aukinn eins og margoft var lýst yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar, einkum Framsfl., fyrir síðustu kosningar?

Verða bætur til elli- og örorkulífeyrisþega hækkaðar í samræmi við hækkun lægstu launa og þessum hópum bætt sú skerðing sem þeir hafa orðið fyrir á liðnum árum?

Eru önnur áform uppi, áform sem ríma við áherslur samtaka launafólks og reyndar stjórnarandstöðunnar einnig og stjórnarsinna varðandi stuðning við fólk í húsnæðisleit? Horfi ég þar sérstaklega til húsaleigubóta.

Hvaða tillögur eru uppi af hálfu hæstv. ríkisstjórnar í tengslum við komandi kjarasamninga?