Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 17:50:18 (4941)

2000-03-06 17:50:18# 125. lþ. 72.3 fundur 193. mál: #A starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka# frv., JÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[17:50]

Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir setti fram ósk um að forsetar þingsins hittust út af þessu máli. Ég vildi nú gjarnan, ef hæstv. forseti vildi veita mér það, hlusta á svar hans við þessari málaleitan þingmannsins áður en ég lýk máli mínu.

(Forseti (GuðjG): Forsetar þingsins eru því miður ekki í húsinu. Tveir af fimm forsetum eru staddir í húsinu.)

Hæstv. forseti. Mér finnst mjög óeðlilegt að ekki skuli orðið við því þegar þingmaður sem flutt hefur mál er ósáttur við framgang málsins eins og nú er og hefur farið fram á það ásamt mörgum öðrum þingmönnum að málinu verði frestað. Hv. þm. óskar síðan hann eftir því að forsetar þingsins skoði málið til að finna sanngjarna niðurstöðu á því. Við því er heldur ekki orðið. Þess vegna óska ég eindregið eftir því við hæstv. forseta að hann taki á sig rögg og fresti þessari umræðu núna, síðan verði haldinn fundur með forsetum þingsins um þetta mál og framhaldið ákveðið á slíkum fundi þannig að allrar sanngirni sé gætt.

Ég tel ekki ástæðu til að menn stundi ræðuhöld í allan dag út af ósk um að einu máli verði frestað á hv. Alþingi. Ég veit ekki betur en það sé verið að gera það alla daga meira og minna að fresta málum og færa þau á milli daga í umræðum. Mér finnst menn kannski ganga of langt í að tregðast við að verða við þeim óskum sem hafa komið fram. Ég óska eindregið eftir þessu, hæstv. forseti.