Starfsréttindi tannsmiða

Þriðjudaginn 07. mars 2000, kl. 15:38:42 (5010)

2000-03-07 15:38:42# 125. lþ. 73.4 fundur 210. mál: #A starfsréttindi tannsmiða# frv. 109/2000, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 125. lþ.

[15:38]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hlý orð sem féllu í minn garð af hálfu hv. þm. Auðvitað er alltaf best að ná samkomulagi í öllum málum og að sátt ríki á milli stétta. Það er svo sannarlega von mín að það verði líka í þessu máli. En mér finnst hv. þm. gera óþarflega mikið úr því að við séum að setja tannheilsu Íslendinga í hættu með því að gera þetta frv. að lögum. Mér finnst það ekki. Ég horfi ekki þannig á málið og mér finnst heldur ekki að við séum að ýta fólki út í nám sem komi því ekki að gagni eins og mér finnst hv. þm. vera að ýja að. Ég tel að með því að samþykkja þetta frv. eigi tannsmiðir þennan kost og síðan eigi þeir náttúrlega sjálfir að ákveða hvort þeir vilji nýta sér hann.