Félagsþjónusta sveitarfélaga

Mánudaginn 13. mars 2000, kl. 19:23:45 (5202)

2000-03-13 19:23:45# 125. lþ. 77.7 fundur 418. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 125. lþ.

[19:23]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þori ekki að fullyrða að allar þær breytingar sem þarna voru gerðar hafi verið signdar í bak og fyrir af samtökum um málefni fatlaðra. Eitthvað af þeim var borið undir viðkomandi og verið var að vinna þetta með sendingum á milli manna og reynt að ná niðurstöðu. En ég þori ekki að fullyrða að allt hafi verið nákvæmlega borið undir alla aðila.

Varðandi skattlagningu húsaleigubóta þá er það mál til meðferðar í nefnd ásamt öðru sem að húsaleigubótunum og leiguíbúðunum lýtur. Ekki er búið að taka neina ákvörðun um að breyta skattalegri meðferð húsaleigubótanna og eins og hv. þm. veit hefur verið mikil andstaða við það. Ég get því ekki fullyrt að skattlagning þeirra verði afnumin eða nefnt einhvern dag þar um.