Viðbrögð við þungunum unglingsstúlkna

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 15:31:06 (5347)

2000-03-15 15:31:06# 125. lþ. 80.7 fundur 426. mál: #A viðbrögð við þungunum unglingsstúlkna# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[15:31]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Spurningin er: Hvernig getum við komið í veg fyrir ótímabærar þunganir? Það er spurningin. Og menn segja: fræðsla, fræðsla, fræðsla og fræðsla. Ég ætla ekki að draga úr því að það hefur alveg geysilega mikið að segja. En ég held að opin, heilbrigð umræða um kynlíf hafi mest að segja. Og það er rétt sem hér hefur komið fram að hún hefur ekki alltaf verið upp á marga fiska á Íslandi. Því verðum við að breyta. Eins og ég sagði áðan eigum við svo gott fagfólk sem getur hjálpað okkur að breyta þessari umræðu, umræðu sem í dag snýst aðallega um klám.