Meðferð þjóðlendumála

Mánudaginn 20. mars 2000, kl. 15:28:49 (5459)

2000-03-20 15:28:49# 125. lþ. 82.1 fundur 390#B meðferð þjóðlendumála# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 125. lþ.

[15:28]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Ég kann vel að meta umhyggjusemi hv. þm. í þessu efni. En þetta mál er nú auðvitað ekki til þess að hafa í neinum sérstökum flimtingum. Hér er alvörumál á ferðinni sem varðar miklu, bæði um hagsmuni bænda og annarra.

Aðalatriðið er að leiða þessi mál til skynsamlegrar niðurstöðu. Eitt af verkefnum óbyggðanefndar er jafnframt að leita sátta í þessum málum þegar kröfur aðila liggja fyrir og grennslast fyrir um það hvort það eru sáttamöguleikar eða hvort að úrskurða verður með öðrum hætti og þá getur hugsanlega farið svo að einhver deilumálanna endi fyrir dómstólum.

En þannig var þetta ferli byggt upp af hálfu löggjafans hér á sínum tíma og það er bara verið að reyna að vinna eftir þessum lögum eftir bestu getu og í anda þess lagabókstafs sem hér er byggt á.