Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 14:25:23 (5515)

2000-03-21 14:25:23# 125. lþ. 83.4 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, Frsm. 2. minni hluta EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 125. lþ.

[14:25]

Frsm. 2. minni hluta (Einar K. Guðfinnsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi mál voru kynnt eðlilega bæði innan stjórnarflokkanna og milli þeirra. Það lá einfaldlega fyrir að þetta var mál sem þingflokkur Sjálfstfl. styður. Það lá hins vegar líka fyrir að innan þingflokks Sjálfstfl. voru uppi efasemdir og athugasemdir um málið. Það var afgreitt þannig frá þingflokki Sjálftsfl. að öllum var það ljóst að viðhorf voru uppi af því tagi sem ég hef sjálfur verið að lýsa og viðra. Það hefur verið unnið heiðarlega að þessu máli eins og vænta má í þessu stjórnarsamstarfi.