Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 21:33:38 (5570)

2000-03-21 21:33:38# 125. lþ. 83.4 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 125. lþ.

[21:33]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka það að hugur minn hefur staðið til þess að Egilsstaðaflugvöllur yrði hreinlega millilandaflugvöllur en ekki bara lendingarstaður fyrir leiguflugvélar. Hitt tek ég undir með hv. þm. Jóni Kristjánssyni að hann setji sig rækilega inn í málin og beiti sér fyrir því að það fjármagn sem ætlað er að verja til uppbyggingar Leifsstöðvar í kringum þetta Schengen-samstarf, verði ekki látið koma niður á uppbyggingu flugvallanna á Egilsstöðum, Akureyri og Sauðárkróki þannig að þeir geti orðið millilandaflugvellir og þjónað hlutverki til beggja átta. (Gripið fram í: Þeir eru millilandaflugvellir.) Já, þeir fá ekki einu sinni bensín á millilandaflugvélarnar.