Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 13:47:31 (5621)

2000-03-22 13:47:31# 125. lþ. 84.5 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 125. lþ.

[13:47]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég styð fyrirliggjandi tillögu um aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Í því efni tek ég þó enga afstöðu til undirbúnings málsins né verklags alls af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þar eru ekki öll kurl komin til grafar, svo sem varðandi byggingarframkvæmdir og rekstur í Leifsstöð og kostnað því samfara, né heldur skipulag starfsmannamála þar syðra. Óljós áform um hlutafélagavæðingu Leifsstöðvar auka enn á þá óvissu. Ég áskil mér því allan rétt til að fylgjast grannt með framgangi mála og gagnrýna ríkisstjórnina sem ber ábyrgð á málinu ef ástæða er til. Ég árétta þó stuðning minn við grundvallaratriði málsins, Schengen-aðildina sjálfa. Ég segi já.