Stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Fimmtudaginn 23. mars 2000, kl. 17:37:44 (5776)

2000-03-23 17:37:44# 125. lþ. 86.3 fundur 502. mál: #A stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar# frv. 76/2000, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 125. lþ.

[17:37]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Sú skipan mun almennt vera á flugvöllum að bæði flugstöð og flugvöllur og allar flugbrautir eru reknar í hlutafélagsformi sem eitt hlutafélag, stundum að mestu í eigu ríkisins og að einhverju leyti í eigu annarra aðila. Hér eru hins vegar allt aðrar aðstæður vegna þess að bandaríska varnarliðið hefur byggt þennan flugvöll og rekur hann og þær aðstæður kalla á aðra skipan hjá okkur.

Þetta félag mun fjármagna allar framkvæmdir í framtíðinni og taka til þess nauðsynleg lán án þess að ríkið þurfi að ábyrgjast þau. Það er engin ástæða til þess vegna þess að þetta félag verður ágætlega statt. Samkvæmt rekstrar\-áætlun verður hagnaður nægilega mikill til að standa undir skuldbindingum. Þess vegna er ekki beint ástæða til að hafa áhyggjur af því en allt þetta verður á ábyrgð þessa fyrirtækis.