Þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 19:36:43 (6081)

2000-04-06 19:36:43# 125. lþ. 94.15 fundur 237. mál: #A þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu# (breyting ýmissa laga) frv. 15/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[19:36]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það kann að vera sitthvað jákvætt sem fylgir þessu, t.d. varðandi útgáfu vegabréfa í ræðismannsskrifstofum, ég skal ekki fella dóma um það. En það er rétt sem kom fram hjá hv. þm. að það eru skiptar skoðanir um Schengen og sú skýrsla sem hér hefur verið gerð að umræðuefni er enginn dómur, það er alveg rétt. Skýrslan setur fram rök með og á móti. Þetta er einnig rétt hjá hv. þm.

En þetta er grundvöllurinn sem við eigum síðan að nýta okkur til að ræða málin á og skiptast á skoðunum, upplýstum skoðunum. Ég hef gagnrýnt að skýrslan skuli koma fram daginn eftir að umræðu lýkur um þetta mikilvæga mál. Það finnst mér vera gagnrýniverð vinnubrögð í hæsta máta.