Þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 19:53:48 (6086)

2000-04-06 19:53:48# 125. lþ. 94.15 fundur 237. mál: #A þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu# (breyting ýmissa laga) frv. 15/2000, Frsm. ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[19:53]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að gera örstutta athugasemd við málflutning hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur varðandi dæmið sem hún tók um einstaklinginn í Hollandi sem gengur með fíkniefni á sér út af því að það er leyfilegt þar.

Hér eftir sem áður verða sömu reglur um tollskyldu. Innan ríkisins Íslands er refsivert að koma inn í landið með fíkniefni. Það verður áfram refsivert. Vonandi verða refsingarnar jafnvel hertar einhvern daginn og enn frekara eftirlit haft með fíkniefnum.

En tolleftirlitið breytist ekki. Það virðist oft vera einhver misskilningur í gangi varðandi Schengen-samninginn, að menn geti komið hingað án þess að eitt eða neitt sé skoðað. Það er stranglega og verður stranglega bannað að flytja inn og neyta fíkniefna hér á landi.