Þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 19:57:02 (6088)

2000-04-06 19:57:02# 125. lþ. 94.15 fundur 237. mál: #A þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu# (breyting ýmissa laga) frv. 15/2000, Frsm. ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[19:57]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Hann er ekki endilega stoppaður hjá landamæravörðunum, það er rétt. En hann getur verið stoppaður í tollinum.

Þar fyrir utan gerir Schengen-samningurinn einmitt ráð fyrir því að samvinna lögreglu í allri Evrópu verði efld og styrkt til mikilla muna. Til þess eru ýmsar ráðstafanir gerðar í tengslum við Schengen-samninginn, m.a. SIS-upplýsingakerfið og frv. sem við erum að fjalla um hér. Það er verið að efla samvinnu lögreglunnar í Evrópu, og var kominn tími til.

Ég vil ítreka að viðkomandi getur gengið óáreittur í gegnum landamæraeftirlitið en hann verður eftir sem áður stoppaður í tollinum.