Ríkisábyrgðir

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 21:36:09 (6119)

2000-04-06 21:36:09# 125. lþ. 94.24 fundur 595. mál: #A ríkisábyrgðir# (Íbúðalánasjóður og LÍN) frv. 70/2000, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[21:36]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir þessar upplýsingar sem ég hafði ekki undir höndum af því að ég er var með fyrri útgáfu frv. En orð ráðherrans staðfesta áhrifin af þessu, að það er skynsamleg og eðlileg leið sem hér er verið að fara. Það verður auðvitað skoðað í nefndinni því að tvö ár eru liðin síðan sjóðirnir hættu starfsemi, eða frá 1998. Það þarf að skoða það hvort safnast hafi upp skuld við Íbúðalánasjóðinn og ég sé ekki annað en það þurfi þá að skoða hvernig hægt er að fella hana niður ef svo er en þetta verður auðvitað kannað í efh.- og viðskn.