Landsvirkjun

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 10:40:21 (6141)

2000-04-07 10:40:21# 125. lþ. 95.23 fundur 198. mál: #A Landsvirkjun# (aðild að fjarskiptafyrirtækjum) frv. 14/2000, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[10:40]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Samkvæmt núgildandi lögum hefur Landsvirkjun ekki leyfi til að starfa á fjarskiptamarkaði. Það segir okkur að Landsvirkjun braut lög þegar stofnað var fyrirtæki í samvinnu við einkaaðila sem ætlað var það hlutverk að starfa á fjarskiptamarkaði og hóf þegar útboð í ákveðin verk. Það liggur þannig fyrir að lögbrot var framið.

Það að Landsvirkjun sé búin að draga sig út úr fyrirtækinu, eins og kemur fram í máli formanns hv. iðnn., segir okkur bara að hér er um yfirklór að ræða. Hér hefur löggjafinn verið blekktur og mér finnst skömm að þessum framgangsmáta og þessari afgreiðslu.