Þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 13:38:07 (6173)

2000-04-07 13:38:07# 125. lþ. 95.12 fundur 237. mál: #A þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu# (breyting ýmissa laga) frv. 15/2000, ÁRÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[13:38]

Árni R. Árnason:

Herra forseti. Ég vil láta fram koma þá greinargerð fyrir atkvæði mínu og stuðningi við þetta mál að ég tel það skipta miklu fyrir baráttu okkar sem ríkis gegn fíkniefnavánni sem ríður hér yfir. Ég tel raunar að ef við gerumst ekki aðilar að þessu samstarfi verði Ísland verr sett í þeirri baráttu enn öll önnur Evrópuríki. Það vil ég ekki sjá og þess vegna styð ég málið.