Réttindagæsla fatlaðra

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 14:54:57 (6199)

2000-04-07 14:54:57# 125. lþ. 95.36 fundur 419. mál: #A réttindagæsla fatlaðra# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[14:54]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Þetta er hið besta og merkilegasta mál sem hér er borið fram. Ég hjó aðeins eftir því, herra forseti, að hæstv. félmrh. nefndi orðið kjördæmi, réttargæslumaður skyldi vera í hverju kjördæmi ef ég skyldi það rétt. Nú liggur fyrir hv. Alþingi tillaga að nýrri kjördæmaskipan. Ég vil því gjarnan gefa ráðherranum tækifæri til að skýra nánar það sem hann sagði um kjördæmin og hvað hann á við.