Réttindagæsla fatlaðra

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 14:57:23 (6202)

2000-04-07 14:57:23# 125. lþ. 95.36 fundur 419. mál: #A réttindagæsla fatlaðra# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[14:57]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað hægt að haga þessu með ýmsu móti og ég þori nú ekki að fullyrða að það hafi verið gert með þetta. Um það getur hv. félmn. að sjálfsögðu fjallað þegar hún tekur málið til afgreiðslu. Ég bendi á að helstu rökin fyrir því að setja þessi kjördæmi upp eins og gert er í því frv. sem liggur á borðum þingmanna, voru þau að hér væri verið að jafna fólksfjölda í kjördæmunum, og þar með væri væntanlega verkefnum trúnaðarmanna jafnað. Vissulega mundi þá einn trúnaðarmaður í Reykjavík hafa miklu meira að gera en einn trúnaðarmaður á Vestfjörðum eða einn trúnaðarmaður á Norðurlandi vestra.