Fjáröflun til vegagerðar

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 13:43:06 (6316)

2000-04-11 13:43:06# 125. lþ. 97.6 fundur 223. mál: #A fjáröflun til vegagerðar# (afsláttur af þungaskatti) frv. 31/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[13:43]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Með frv. þessu er enn verið að gera breytingar og lagfæringar á þungaskattskerfinu en málið hefur reglulega komið til kasta Alþingis á liðnum árum vegna mikillar óánægju með fyrirkomulag í þungaskatti og eins vegna úrskurðar samkeppnisráðs. Í minnihlutaáliti sem við stöndum að, ég og hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir, leggjum við áherslu á heildarendurskoðun laganna og að hafinn verði undirbúningur að upptöku olíugjalds sem hefur marga kosti í för með sér og er mjög jákvætt með tilliti til umhverfismála.

Við höfum einnig vakið athygli á því að meiri hluti nefndarinnar tók ekki til greina eðlileg tilmæli fulltrúa almenningsvagna og Strætisvagna Reykjavíkur um að breytingar samkvæmt frv. auki ekki álögur á almenningssamgöngur. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs munu sitja hjá við afgreiðslu þessa frv. Við getum ekki stutt það.