Vörugjald af ökutækjum

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 13:51:04 (6319)

2000-04-11 13:51:04# 125. lþ. 97.9 fundur 385. mál: #A vörugjald af ökutækjum# (metangas- eða rafmagnsbílar) frv. 38/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[13:51]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Frv. felur í sér að lækka vörugjald um 120 þús. kr. á bifreiðar sem nýta metangas eða rafmagn. Í umsögnum eins og frá Hollustuvernd ríkisins kemur fram að afslátturinn af vörugjaldinu þurfi að vera mun hærri til að einhver raunverulegur hvati sé til að kaupa þessar bifreiðar sem menga minna en bensín eða dísilbifreiðar. Þessi brtt. kemur til móts við þau sjónarmið og felur í sér að tvöfalda afsláttinn eða í 240 þús. kr. og þessi brtt. kostar ríkissjóð mjög lítið eða um 2--3 millj. kr.