Yfirlitsskýrsla um alþjóðamál

Fimmtudaginn 13. apríl 2000, kl. 11:49:43 (6523)

2000-04-13 11:49:43# 125. lþ. 100.1 fundur 612. mál: #A yfirlitsskýrsla um alþjóðamál# skýrsl, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 125. lþ.

[11:49]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alveg rétt. Þetta tíðkast. Það er alveg nákvæmlega rétt. En það er litið á þetta sem opinberan stuðning við atvinnugreinina. Það er líka jafnljóst. Og þá er nú gott að fá að vita þannig að menn viti það áður en þeir leggja í þessa vegferð að hve miklu leyti við Íslendingar séum þá í sömu sporum.

Án þess að hafa hugmynd um niðurstöðuna er ég hins vegar alveg klár á því að sjávarútvegur er miklu minna styrktur á Íslandi en í nokkru öðru ríki, a.m.k. í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu, miklu minna styrktur. Engu að síður er ljóst að hið opinbera styrkir þessa atvinnugrein að einhverju leyti, m.a. umfram aðrar atvinnugreinar, því að starfsfólk í öðrum atvinnugreinum nýtur ekki skattafsláttar bara vegna þess að það starfar þar og aðrar atvinnugreinar njóta ekki ókeypis aðgangs að aðföngum eða að takmörkuðum auðlindum. Ég veit ekki um neitt iðnfyrirtæki sem fær ókeypis raforku t.d.

Auðvitað er þetta stuðningur við atvinnugreinina. Og það er eins gott, áður en menn leggja í þessa vegferð, að vita hvernig sá stuðningur kynni að vera metinn.