Yfirlitsskýrsla um alþjóðamál

Fimmtudaginn 13. apríl 2000, kl. 12:19:08 (6531)

2000-04-13 12:19:08# 125. lþ. 100.1 fundur 612. mál: #A yfirlitsskýrsla um alþjóðamál# skýrsl, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 125. lþ.

[12:19]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Vegna þeirra orða hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar að full ástæða væri til þess að styrkja starfsemi utanrmn. vegna aukinna verkefna, vil ég geta þess að sett hefur verið í gang vinna við að undirbúa tillögur um það hvernig nefndin geti styrkt starfsemi sína. Liður í því að skerpa hugmyndir okkar um það hvernig það mætti verða var semínar sem haldið var sérstaklega um það hvernig tekið skyldi á gerðum Evrópusambandsins, þá ekki síst hvernig utanrmn. gæti komið að því máli á mótunarstigi.

Auk þess vil ég geta þess hér að fljótlega eftir að ég varð formaður utanrmn. hóf ég óformlegar viðræður við forseta Alþingis um það hvernig væri hægt að styrkja starfsemi utanrmn. og ég á von á því að þær hugmyndir muni mótast nú á næstu missirum.