Afgreiðsla utanrmn. á þáltill. um endurskoðun viðskiptabanns á Írak

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 10:47:33 (6874)

2000-05-04 10:47:33# 125. lþ. 105.91 fundur 477#B afgreiðsla utanrmn. á þáltill. um endurskoðun viðskiptabanns á Írak# (aths. um störf þingsins), TIO
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 125. lþ.

[10:47]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Fullmikið var sagt af hálfu síðasta ræðumanns að engin lög væru samin af þingmönnum. Það er ekki rétt þó að rétt kunni að vera að þingmenn hafi of lítið frumkvæði að lagasetningu á hinu háa Alþingi. Það er heldur ekki rétt að málið sem hér um ræðir hafi ekki verið rætt, eins og vikið var að áðan. Þetta mál hefur verið ítarlega rætt, ekki aðeins einu sinni heldur mörgum sinnum og hvað eftir annað.

Hitt er síðan alveg rétt að það hefur tíðkast í þinginu að láta mál sofna í nefndum og mér finnst allt í lagi að taka upp umræðu um hvort það eru vinnubrögð sem við viljum láta viðgangast eða ekki, en þá finnst mér að það eigi að gera almennt en ekki vegna einstakra mála.