Afgreiðsla utanrmn. á þáltill. um endurskoðun viðskiptabanns á Írak

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 10:51:25 (6877)

2000-05-04 10:51:25# 125. lþ. 105.91 fundur 477#B afgreiðsla utanrmn. á þáltill. um endurskoðun viðskiptabanns á Írak# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 125. lþ.

[10:51]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég mælist til þess að forsn. þingsins taki þetta mál sérstaklega fyrir. Og ég óska eftir að fá skýringu á því á hvern hátt ég braut þingsköp og á hvern hátt málflutningur minn flokkast undir brot á þingsköpum og á hvern hátt sá málflutningur skar sig frá öðrum sem tóku til máls um þetta atriði. Ég óska eftir nánari skýringum á því. Ég er ekki að krefjast þess að ég fái þær núna en ég mun mælast til þess að þetta mál og yfirlýsingar hæstv. forseta verði teknar fyrir í forsn. þingsins.

(Forseti (GuðjG): Það verður að sjálfsögðu orðið við því. Forseti bendir á að hv. þm. var í efnislegri umræðu um málið en málshefjandi var að vekja athygli á vinnulaginu í hv. utanrmn.)