Atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 21:12:47 (6939)

2000-05-04 21:12:47# 125. lþ. 106.11 fundur 618. mál: #A atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða# frv., 619. mál: #A atvinnuréttindi skipstjórnarmanna# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 125. lþ.

[21:12]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Vegna spurningar hv. þm. Kristjáns Pálssonar, er rétt að ítreka það sem ég sagði hér áður að frv. sem ég flutti var afrakstur samstarfs ráðuneytisins og fulltrúa frá sjómannasamtökunum. Það var samkomulag og málamiðlun eins og gengur og gerist þegar verið er að undirbúa og leggja fram frv. Sú vinna var því af ráðuneytisins hálfu unnin þannig að ráðuneytið gerði ráð fyrir stuðningi þessara aðila, þ.e. sjómannasamtakanna, sem þetta mál varðaði.

Hins vegar er nauðsynlegt að undirstrika það að nefndir þingsins hafa auðvitað fullan rétt til að gera breytingar á frv. Þó að við ráðherrarnir séum lítið fyrir að gerðar séu breytingar á okkar hugverkum þá er ég svo mikill þingræðissinni að ég ætlast ekki til að ég handjárni hér heila liðið í þinginu og banni eða geti ekki sætt mig við að einhverjar breytingar séu gerðar á frumvörpum. Hins vegar er afskaplega mikilvægt að vanda verkið og leita samráðs. Eins og fram kemur í þessari umræðu þá er hér margt ágætra þingmanna sem eru vel inni í þessum málum þannig að það er auðvitað mikill fengur að því að fá þessa umræðu bæði í samgn. og eins hér í þinginu. Ég kippi mér ekkert upp við að gerðar séu breytingar. Hins vegar er afar mikilvægt að um það geti verið bærileg sátt sem snýr að atvinnuréttindum manna.