Staðfest samvist

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 22:14:46 (6951)

2000-05-04 22:14:46# 125. lþ. 106.14 fundur 558. mál: #A staðfest samvist# (búsetuskilyrði o.fl.) frv. 52/2000, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 125. lþ.

[22:14]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég vil sérstaklega andmæla orðum hv. þm. Árna Johnsens þegar hann segir að ekki þurfi að setja sérstök lög um börn í staðfestri samvist þar sem þau séu fá. Mér væri sama þó það væri eitt barn ef það er órétti beitt. Það skiptir ekki máli hvort börnin eru fá eða mörg. Þau njóta ekki sömu réttinda og önnur börn. Þau eru undanþegin ættleiðingarlögunum og okkur ber að veita þeim sömu réttindi og öðrum börnum.

[22:15]

Varðandi siðfræðina er ekki tími í stuttu andsvari að fara í rökræður út af kristindómi og siðfræði en ég hef ekki lesið Biblíuna með þeim augum að Jesús Kristur hafi gert upp á milli manna. Og þau ummæli að hér sé verið að tala um þröngan hóp, þá fjölluðum við í dag líka um þröngan hóp þriggja tannsmiða sem eiga að fá umtalsverð réttindi.