Veiting ríkisborgararéttar

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 22:31:48 (6956)

2000-05-04 22:31:48# 125. lþ. 106.16 fundur 628. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# frv. 59/2000, Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 125. lþ.

[22:31]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar fyrir hönd hv. allshn. Frv. er byggt á úrvinnslu á 26 umsóknum um ríkisborgararétt sem bárust okkur í nefndinni. Nefndin telur að átta einstaklingar eigi að hljóta íslenskan ríkisborgararétt að þessu sinni.

Einnig vil ég geta þess að allshn. vinnur nú að mótun nýrra starfsreglna um veitingu íslensks ríkisborgararéttar eftir að lögum um íslenskan ríkisborgararétt var breytt síðla árs 1998. Er ætlunin að taka upp þessa vinnu strax í haust.