2000-05-05 01:20:30# 125. lþ. 106.5 fundur 225. mál: #A kjarasamningar opinberra starfsmanna# (fjöldauppsagnir) frv. 67/2000, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 125. lþ.

[25:20]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Forseti hafði hugsað sér að ljúka umræðum um þau mál sem eru á dagskrá þessa fundar. 24 mál eru á dagskrá og umræðu um öll málin er lokið nema þetta eina sem nú er til umræðu. Forseti minnir á að samkvæmt starfsáætlun þingsins eru aðeins fjórir þingdagar eftir og mörg verkefni sem á eftir að taka á og hv. þm. eru vanir því að síðustu vikuna gerist þingdagarnir langir. Það er rétt sem hv. þm. sagði að þessi dagur er orðinn ansi langur.

En forseti vill freista þess að halda þessari umræðu áfram og helst að reyna að ljúka henni.