Tryggingagjald

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 11:42:23 (7160)

2000-05-09 11:42:23# 125. lþ. 109.27 fundur 550. mál: #A tryggingagjald# (lífeyrissparnaður) frv. 102/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[11:42]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki rétt hjá hv. þm. að sparnaður sé í hlutfalli við laun. Það kemur nefnilega fram í skýrslu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna að erfiðusta og þyngsta greiðslubyrðin er hjá fólki sem er með mjög há laun, 300 þús. kr. á mánuði. Fólk sem er með lág laun sparar oft og tíðum og hefur vanið sig á miklu minni neyslu. En það fær ekki styrk. Þeir sem ekki greiða skatta fá ekki styrk. Og þar sem um er að ræða frestun á skattlagningu þannig að sparnaðurinn kemur til skattlagningar seinna meir, borgar sig hreinlega ekki að borga peninga inn sem eru óskattlagðir til þess að skatta þá seinna. Það borgar sig því ekki fyrir fólk sem t.d. getur verið í námi, sem t.d. hefur tekið sér frí og verið hátekjufólk árið áður eða hátekjufólk árið á eftir, að spara á þennan máta. Það er ekkert endilega samhengi á milli þess að menn séu með há laun og að þeir spari.