Ríkisábyrgðir

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 12:39:44 (7177)

2000-05-09 12:39:44# 125. lþ. 109.30 fundur 595. mál: #A ríkisábyrgðir# (Íbúðalánasjóður og LÍN) frv. 70/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[12:39]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagði að það væri jákvætt að taka ekki ríkisábyrgðargjald af lánum, félagslegum lánum. Nú er það spurning mín til hv. þm.: Þegar maður fær slíkt lán og greiðir ekki ríkisábyrgðargjald þá er það styrkur til hans, það eru bætur af hálfu ríkisvaldsins. Hvar eru slíkar bætur færðar í velferðarkerfinu? Hvar koma þær fram sem bætur til viðkomandi manns og hvar koma þær fram hjá ríkissjóði sem framlög ríkisins inn í velferðakerfið?