Markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 23:49:16 (7298)

2000-05-09 23:49:16# 125. lþ. 111.15 fundur 399. mál: #A markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða# (ríkisframlag) frv. 79/2000, Frsm. HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 125. lþ.

[23:49]

Frsm. landbn. (Hjálmar Jónsson):

Herra forseti. Eftir þessa þulu tek ég til máls og mæli fyrir nefndaráliti um frv. til laga um breytingu á lögum um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, nr. 27/l995.

Hv. landbn. er einhuga í því að mæla með þessu frv. til laga, þ.e. að framlengja átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða til ársins 2002.

Nefndin telur mikilvægt að styrkja og styðja við framleiðslu og markaðssetningu þessara afurða og hvetur til þess að áfram verði haldið á þeirri braut, en bendir þó á að setja þurfi skýrari vinnureglur um starfsemi verkefnisins og notkun þess fjár sem það fær til umráða. Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Undir nefndarálitið rita allir aðrir hv. þingmenn landbn.