2000-05-10 11:50:10# 125. lþ. 113.1 fundur 189. mál: #A áhafnir íslenskra flutningaskipa, farþegaskipa, farþegabáta og skemmtibáta# (heildarlög) frv., JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 125. lþ.

[11:50]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Þetta frv. sem hér er til afgreiðslu um áhafnir íslenskra flutningaskipa, farþegaskipa, farþegabáta og skemmtibáta, hefur að mínu viti ekki fengið nægilega meðferð í nefnd. Mikill ágreiningur er um veigamikil atriði við hagsmunaaðila og menntastofnanir sem að þessum málum koma. Þó þarna séu mörg ákvæði til mikilla bóta eru á frv. þessu svo miklir annmarkar, herra forseti, að ég mun sitja hjá við afgreiðslu frv. í heild sinni.