2000-05-10 11:55:34# 125. lþ. 113.1 fundur 189. mál: #A áhafnir íslenskra flutningaskipa, farþegaskipa, farþegabáta og skemmtibáta# (heildarlög) frv., GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 125. lþ.

[11:55]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að auka atvinnuréttindi þeirra sem hafa haft svokölluð 30 tonna réttindi upp í 75 brúttótonn. Þetta þýðir í reynd að þeim hópi sem hefur menntað sig til lægstu atvinnuréttinda skipstjórnarmanna eru færð talsvert aukin réttindi án þess að krafist sé af þeim meira náms. Ég er andvígur svona framkvæmd og slíkum lögum. Ég tel að málið eins og það kom frá nefndinni sem vann málið á sínum tíma hafi verið mun ásættanlegra.