Fyrirspurnir til forsætisráðherra

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 12:32:56 (7388)

2000-05-10 12:32:56# 125. lþ. 114.91 fundur 523#B fyrirspurnir til forsætisráðherra# (aths. um störf þingsins), MF
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 125. lþ.

[12:32]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Fram kom hjá forseta áðan að ekki væri hægt að taka þetta upp aftur í dag vegna þess að virðulegur forseti hafði lýst yfir að málin væru tekin af dagskrá. Síðan við mættum í morgun er búið að setja á þrjá nýja fundi og það er áreiðanlega ekkert því til fyrirstöðu ef hæstv. forsrh. lætur svo lítið að mæta í þingsalinn og svara tveggja mánaða gömlum fyrirspurnum að settur sé nýr fundur honum til heiðurs ef hann ætlar að standa við það sem hann á að gera, og við hljótum að fara fram á það.