Verndun Þjórsárvera við Hofsjökul

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 13:39:33 (7415)

2000-05-10 13:39:33# 125. lþ. 114.11 fundur 604. mál: #A verndun Þjórsárvera við Hofsjökul# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 125. lþ.

[13:39]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Kristjáni Pálssyni fyrir þá fsp. sem hér er til umræðu, en bendi á að ekki er eingöngu um það að ræða að standa við samkomulag síðan 1981. Síðan þá höfum við undirgengist alþjóðlega samninga um vernd votlendis og við hljótum að þurfa að fara eftir þeim skuldbindingum sem þar koma fram og þegar mörk eru ákveðin hlýtur mat á umhverfisáhrifum, sem tekur mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við erum aðilar að eða höfum undirgengist, að taka tillit til þeirra, og sérstaklega í ljósi þess að þetta svæði er líklega einstakt í heiminum. Þá er aldrei of varlega farið.