Lífsýnasöfn

Fimmtudaginn 11. maí 2000, kl. 13:07:56 (7521)

2000-05-11 13:07:56# 125. lþ. 116.10 fundur 534. mál: #A lífsýnasöfn# frv. 110/2000, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 125. lþ.

[13:07]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er af hinu góða að menn skuli setja lagaramma í kringum lífsýnasöfnin. Þetta er flókið mál og vandasamt en hv. þm. Jónína Bjartmarz skýrði áfkalega vel margt af því sem óljóst er. Þó er eitt sem vefst enn fyrir mér og það eru tengsl tveggja hluta, annars vegar þjónusturannsókna og hins vegar hins svokallaða ætlaða samþykkis og mig langar til að fá skýringar á eftirfarandi: Ef einhver maður kemur í þjónusturannsókn og tekið er úr honum blóðsýni, getur það blóðsýni með einhverjum hætti í krafti hins ætlaða samþykkis lent inn á lífsýnasafni?