Stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 15:04:36 (7584)

2000-05-12 15:04:36# 125. lþ. 117.5 fundur 502. mál: #A stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar# frv. 76/2000, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[15:04]

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég endurtek að ég minnist ekki formlegrar umfjöllunar í Ferðamálaráði um umsögn til utanrmn. en ég kannast vel við álit starfshópsins. Það hef ég fengið í hendur og lesið. Hins vegar er það kannski ekki aðalatriði málsins. Aðalatriðið er að á vegum ríkissjóðs er verið að byggja upp þessa aðstöðu og ég á ekki von á öðru en það verði gert áfram og þeir viðbótarstarfskraftar sem eru vegna Schengen eru launaðir af ríkinu. Ég sé því ekki ástæðu til að óttast það eins og hv. þm. segir að þeim kostnaði verði velt yfir á ferðaþjónustuaðila. Ég sé ekki ástæðu til að óttast það á þessu stigi.