Þingmannamál til umræðu

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 17:08:59 (7617)

2000-05-12 17:08:59# 125. lþ. 117.93 fundur 533#B þingmannamál til umræðu# (um fundarstjórn), HBl
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[17:08]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég þakka forseta fyrir þær skýringar sem hann hefur gefið en ég tel jafnframt nauðsynlegt vegna ummæla hv. 4. þm. Reykn. að fram komi að ég hef sagt þingmönnum að þau tvö mál sem hv. þm. minntist á, um starfsréttindi tannsmiða og um samkeppnislög, verði tekin á dagskrá í kvöld. Það er ógjörningur að flýta því þar sem þá yrði maður að ganga á rétt þingmanna til að geta verið við þær umræður sem þeir vilja hlusta á.