Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 11:01:39 (7716)

2000-05-13 11:01:39# 125. lþ. 118.7 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[11:01]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það mál sem hv. þm. vitnar til var flutt fyrir áramótin 1996, það var lagt fram þá. Ef ég man þetta nákvæmlega var mælt fyrir því 11. des. 1995. Málið fékk enga meðferð í allshn. og það var gagnrýnt. Þá hafði málið legið í þinginu í marga mánuði og það er fyrst og fremst gagnrýni mín í málinu að verið sé að koma með málið inn í skjóli nætur án þess að menn upplýsi nákvæmlega um að hverju er stefnt. Það mál hafði komið eðlilega inn. Því var ekki skotið inn kortéri fyrir þingslit. Það hljómaði ekki eins og lélegur brandari í veislu sem var að ljúka. Virðulegi forseti. Það var allt annar bragur á því. En bragurinn á þessu máli er slíkur að fari þetta í gegn held ég að sómi Alþingis bíði hnekki.