Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 12:15:04 (7746)

2000-05-13 12:15:04# 125. lþ. 118.7 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[12:15]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef það er markmiðið að samræma laun forseta Íslands við laun annarra embættismanna, ef að það niðurstaðan að hans kjör séu miklu hærri en þau eigi að vera, hvað er þá til ráða? Það er bara það eitt til ráða að breyta launakjörum vegna forsetaembættisins þegar kosinn er nýr forseti. Þá er ekki við neinn að sakast og ekki hægt að setja þetta í samhengi við einhverja persónu sem er í embætti forseta Íslands eins og núna. Ég tel að menn eigi bara að velja þann tíma sem eðlilegast er að velja til þess að gera þessar breytingar. Það er greinilegt að sá tími er ekki núna þegar frestur til þess að bjóða sig fram til forsetaembættisins er að renna út.