Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 12:32:03 (7753)

2000-05-13 12:32:03# 125. lþ. 118.7 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, Flm. PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[12:32]

Flm. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. svaraði ekki spurningunni hvort hann vildi að forsetinn greiddi skatta og skyldur eins og annað fólk í þessu landi. Það virðist vera svo erfitt fyrir hv. þm. sem þó hefur verið ráðherra og á þingi í fjölda fjölda ára að gera sér grein fyrir þessari einföldu spurningu. Þetta er einföld spurning. Hún er ekkert flókin. Þetta liggur í augum uppi. Á forsetinn að borga skatta eins og annað fólk í landinu eða ekki? Ég óska eftir hreinu og beinu svari við því en ekki einhverjum útúrsnúningum.