Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 21:36:59 (7801)

2000-05-13 21:36:59# 125. lþ. 119.4 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 125. lþ.

[21:36]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með störf efh.- og viðskn. varðandi þetta mál. Ég tel að upp úr þessu máli standi og þýðingarmest sé að fram hefur komið að þingheimur allur er efnislega þeirrar skoðunar að þessi skattfríðindi eigi að afnema. Það er þýðingarmest. Að vísu er deilt um tæknilega hluti, með hvaða hætti aðdragandi máls skuli vera o.s.frv., en það eru minni háttar atriði. Mikilsverðast er að fram kemur að þingheimur allur vill afnema skattfríðindi forseta og forsetaframbjóðendur allir, sem síðast voru í framboði, vildu sömuleiðis, eins og menn muna, eindregið afnema þessi fríðindi. Þannig ætti að geta verið gott samkomulag um þetta með þjóðinni.